Vallhumall (Achillea millefolium)

Hér á Ströndum og þá sérstaklega á og við Drangsnes eru stórar breiður af vallhumli (Achillea millefolium), víða má nálgast upplýsingar um þessa stórkostlegu plöntu sem hefur verið nýtt til lækninga í árþúsundir. Það gladdi mig mikið að finna stóra og fallega vallhumalsbreiðu við fjárhúsin þar sem ég bý. Ég safnaði nokkrum plöntum til þess að nota í te og smyrsl, vallhumallinn fer einnig vel í vasa. Í Kaliforníu sá ég vallhumal víða m.a. í görðum þar sem blómin voru rauð og bleik.